Munkar á Sri Lanka hótuðu að kveikja í sér

Nokkrir búddamunkar mótmæla samvinnu stjórnvalda við Tamíl tígra á Sri …
Nokkrir búddamunkar mótmæla samvinnu stjórnvalda við Tamíl tígra á Sri Lanka með því að fara í hungurverkfall. AP

Tugir búddamunka og fylgismenn þeirra á Sri Lanka mótmæltu því harðlega við hús forseta landsins í morgun að uppreisnarmenn Tamíl tígra fái hluta af því fjármagni sem safnast hefur til stuðnings fórnarlömbum flóðbylgjunnar sem skall á ströndum landsins á öðrum degi jóla á síðasta ári. Munkarnir sveifluðu bensínbrúsum og hótuðu að kveikja í sér.

Vegatálmar voru settir á veginn sem liggur að húsi forsetans og öryggissveitir vopnaðar vatnsslöngum stóðu vörð gegn munkunum og fylgiliði þeirra. Munkarnir brutu niður vegatálma og sveifluðu bensínbrúsum. Heimtuðu þeir að hitta forseta landsins að máli og hótuðu að kveikja í sjálfum sér gerði hann það ekki.

Munkarnir eru mótfallnir því að gengið verði til samninga við uppreisnarmenn Tamíl tígra um að þeir deili út hluta neyðaraðstoðar til fórnarlamba flóðanna í norðausturhluta landsins. Sá hluti landsins varð illa úti í flóðunum en svæðið lýtur stjórn tígranna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert