Spænska stjórnin vill halda staðfestingarferli stjórnarskrár ESB áfram

Spánverjar samþykktu stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Spánverjar samþykktu stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. AP

Spænska ríkisstjórnin telur að halda eigi áfram staðfestingarferli stjórnarskrár Evrópusambandsins (ESB), þrátt fyrir að Frakkar og Hollendingar hafi hafnað henni í atkvæðagreiðslu, að því er Maria Teresa Fernandez de la Vega, aðstoðarforsætisráðherra, sagði í dag.

De la Vega sagði að spænsk yfirvöld teldu að öll aðildarríki ESB, en þau eru 25 talsins, ættu að fá tækifæri til þess að láta í ljós skoðun sína í málinu og bætti við að hún byggist við að umræðan yrði efst á baugi á leiðtogafundi ESB í Brussel í næstu viku.

Hún sagði ennfremur að menn yrðu að gefa sér til þess að þess að íhuga hvers vegna kjósendur í Frakklandi og Hollandi hefðu hafnað stjórnarskránni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert