Hundrað og tíu kindur drápust þegar lest keyrði í gegnum kindahóp í suðvesturhluta Rúmeníu, að því er lögregla greindi frá í dag. Kindurnar höfðu flúið frá býli á nágrenninu eftir að úlfar réðust á þær þar, sagði Dan Bortis, talsmaður lögreglunnar á staðnum.
Slysið varð í gær, nálægt þorpinu Jena um 450 km vestur af Búkarest. Kindahirðir hafði verið að reyna að ná stjórn á kindunum rétt áður en lestin kom aðvífandi.
Vél lestarinnar skemmdist og lestarferðum um teinana var aflýst í nokkrar klukkustundir.