Maðurinn sem lögregla skaut tengdist á engan hátt sprengjutilræðunum

Maðurinn sem skotinn var til bana í gær tengist á …
Maðurinn sem skotinn var til bana í gær tengist á engan hátt tilræðunum á fimmtudag. Lögreglan hefur birt þessar myndir af fjórum mönnum sem grunaðir eru um tilræðin. Reuters.

Maðurinn sem lögregla skaut til bana á neðanjarðarlestarstöðinni í Stockwell í London í gær tengdist á engan hátt sprengjutilræðunum í borginni á fimmtudag. Lögregla staðfesti þetta og í yfirlýsingu frá henni segir að atburðurinn hafi verið „harmleikur“ sem Lundúnalögreglan harmi mjög, að því er fram kemur í frétt BBC.

Fyrst eftir að maðurinn var skotinn sagði lögregla að hann „tengdist tilræðunum á beinan hátt“. Óeinkennisklæddir lögreglumenn eltu manninn um stöðina, náðu honum, héldu honum niðri og skutu hann svo fimm sinnum úr návígi, að því er vitni segja.

Tveir menn hafa verið handteknir vegna vegna tilræðanna sem misheppnuðust, en minniháttar sprengingar urðu í þremur neðanjarðarlestum og einum strætisvagni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka