Sérstakur ísbar opnaði Lundúnum í dag. Innandyra er 5 gráðu frost og þurfa jafnt barþjónar sem gestir staðarins að klæðast sérstökum klæðnaði og hafa hanska á höndum til varnar kuldanum. Það þarf vart að taka fram, að barborðið, stólarnir og glösin, auk listaverka og annarra smáhluta, eru búin til úr ís, sem sérstaklega var fluttur til Lundúna frá norðlægum slóðum.
Tveir aðrir ísbarir eru til í Evrópu og er sá sem opnaði í Lundúnum í dag sá þriðji í röðinni.