40 börnum bjargað úr rústum skólahúss í Pakistan

Leitað í húsarústum í Balakot.
Leitað í húsarústum í Balakot. Reuters

Pakistanskir hermenn og franskir sérfræðingar eru sagðir hafa náð að bjarga um 40 börnum úr rústum skólabyggingar í bænum Balakot í Pakistan. Um 60 lík hafa fundist í rústunum en talið var að 370 manns hefðu verið í byggingunni, þegar mikill jarðskjálfti reið yfir á laugardagsmorgun.

Pakistönsk sjónvarpsstöð og hermálafulltrúi skýrðu frá þessu. Hvorki talsmaður Pakistanshers né franskir embættismenn gátu staðfest fréttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert