Tveimur konum var í dag bjargað úr rústum byggingar í Islamabad, 80 klukkustundum eftir að húsið hrundi í jarðskjálfta. Tala látinna af völdum jarðskjálftans, sem reið yfir á laugardagsmorgun, er nú komin í 33 þúsund og er óttast að hún muni enn hækka verulega.
Breskir björgunarsveitarmenn höfðu unnið í 10 klukkustundir við að losa 45 ára gamla konu og aldraða móður hennar úr húsarústunum eftir að þeir heyrðu óm af mannamáli í rústunum.
Í gær tókst að bjarga tveimur börnum úr rústum sömu byggingar.