95 lík fundust í rústum húsa í Kasmír

Hermaður hjálpar manni um borð í þyrlu á hamfarasvæðunum í …
Hermaður hjálpar manni um borð í þyrlu á hamfarasvæðunum í norðurhluta Pakistan í dag. AP

Björgunarsveitarmenn fundu 95 lík í rústum húsa á hamfarasvæðunum í indverska hluta Kasmír í dag og er því ljóst að 1.555 hafi látist á þessu svæði einu saman af völdum jarðskjálftans, sem reið yfir í Indlandi og Pakistan á laugardag. Sjö börn eru á meðal hinna látnu sem fundust í dag en svo virðist sem þau hafi látist úr ofkælingu, að sögn Mufti Mohammad Sayeed, ráðherra yfir indverska hluta Kasmír. Rigning og slydduél voru í andinu norðanverðu í gær og hamlaði það björgunarstarfi.

Nú þegar fimm dagar eru frá því jarðskjálftinn reið yfir dvína vonir manna um að finna einhverja á lífi í rústum húsa. Vara Sameinuðu þjóðirnar við hættunni af mislingum, kóleeru og útbreiðslu annarra sjúkdóma af völdum þessa.

Neyðarbirgðir frá um 30 löndum bárust til fórnarlamba í löndunum í dag en veður og skemmdir vegir hafa hamlað för björgunarsveitarmanna.

Að sögn Sayeeds eyðilögðust 42.720 hús í jarðskjálftanum en 74.000 til viðbótar skemmdust nokkuð.

Jarðskjálftinn var 7,6 stig á Richter og talið að á bilinu 35.000 til 40.000 manns hafi látist af hans völdum í Pakistan og á Indlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert