Indverskir hermenn aðstoða pakistanska hermenn í Kasmír

Hjálpargögn eru nú að berast á jarðskjálftasvæðin. Myndin var tekin …
Hjálpargögn eru nú að berast á jarðskjálftasvæðin. Myndin var tekin í Balakot í Pakistan þar sem verið var að útdeila matvælum í dag. AP

Indverskir hermenn fóru í dag yfir landamærin sem skipta Kasmírhéraði milli Indlands og Pakistans, og aðstoðuðu pakistanska hermenn við að endurreisa herbúðir, sem hrundu í jarðskjálftanum á laugardag. „Það hefur aldrei gerst áður, að hermenn okkar hafa farið yfir landamærin til að bjóða fram aðstoð sína," sagði K. Seghal, talsmaður Indlandshers í Kasmír.

Hermennirnir fóru yfir brú sem liggur yfir hlutlaust benti milli yfirráðasvæða Pakistans og Indlands í Kasmír en ríkin tvö hafa deilt um yfirráð yfir héraðinu áratugum saman.

„Nokkrir hermenn Pakistanmegin kölluðu á hjálp við að hreinsa til í rústum enda var veðrið afleitt. Hermenn okkar fóru yfir landamærin til að hjálpa þeim að reisa skýli svo þeir gætu sofið þar í nótt," sagði Seghal.

mbl.is/KG
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert