OPEC heitir einni milljón dala til neyðaraðstoðar

Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa ákveðið að veita einni milljón dala til neyðaraðstoðar á jarðskjálftasvæðunum í Suður-Asíu úr alþjóðlegum þróunarsjóði í eigu samtakanna. Talsmenn samtakanna greindu frá þessu í dag.

Upphæðinni verður skipt þannig að Pakistan fær 600 þúsund Bandaríkjadali, um 37 milljónir króna, en Indland og Afganistan fá 200 þúsund Bandaríkjadali sem eru um 12,3 milljónir króna miðað við gengið í dag.

Í yfirlýsingu frá sjóðnum segir að Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn muni fá féð til kaupa á neyðarbirgðum fyrir fórnarlömb jarðskjálftanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert