Rice fer til hamfarasvæðanna í Pakistan í dag

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, virti fyrir sér fálka þegar hún …
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, virti fyrir sér fálka þegar hún var stödd í Kirgisistan í gær. AP

Þyrlur með neyðarbirgðum héldu í dag af stað áleiðis til norðausturhluta Pakistans en veður hefur hamlað björgunaraðgerðum á svæðinu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanleg til Pakistan síðar í dag en hún mun kanna eyðilegginguna af völdum jarðskjálftans, sem reið yfir á laugardag. „Ég vil sýna Pakistönum í verki að alþjóðasamfélagið og Bandaríkin hugsa til þeirra á þessum erfiðu tímum", sagði Rice, sem nú er stödd í Afganistan á ferð sinni um Mið-Asíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert