Staðfest að 25 þúsund létust og 63 þúsund slösuðust í Pakistan

Fólk sefur víða undir opnum himni á jarðskjálftasvæðunum. Þessi mynd …
Fólk sefur víða undir opnum himni á jarðskjálftasvæðunum. Þessi mynd var tekin í Balakot í Pakistan í morgun. AP

Stjórnvöld í Pakistan sögðu í morgun, að staðfest væri að 25 þúsund manns að minnsta kosti hefðu látið lífið þegar jarðskjálfti reið yfir landið á laugardagsmorgun og 63 þúsund manns hefðu slasast. Óttast er að þessar tölur muni hækka til muna. Að minnsta kosti þúsund manns létu lífið Indlandsmegin við landamæri Kasmírhéraðs.

Shaukat Sultan, talsmaður Pakistanshers, sagði að verst væri ástandið í Muzaffarabad, héraðshöfuðborg pakistanska hluta Kasmír, en þar hefðu yfir 11 þúsund manns látið lífið. Þúsundir létu einnig lífið í Bagh og Rawalakot og í að minnsta kosti fjórum stórum borgum nálægt upptökum skjálftans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert