Tala látinna í Pakistan komin í 38 þúsund

Fólk, sem missti heimili sitt í jarðskjálftanum, eldar morgunmat í …
Fólk, sem missti heimili sitt í jarðskjálftanum, eldar morgunmat í tjaldi í búðum í Muzaffarabad. Reuters

Tala látinna í Pakistan eftir jarðskjálfta sem þar reið yfir fyrir viku, er nú komin í 38 þúsund, að sögn talsmanns pakistanska hersins. Þá eru 62 þúsund manns slasaðir.

Shaukat Sultan, hershöfðingi, sagði við sjónvarpsstöð í Pakistan að hjálparstarf sé unnið allan sólarhringinn. Reynt sé að opna vegi, sem lokuðust í skriðuföllum og hermenn reyna að komast til afskekktra svæða í Kasmír og víðar.

Yfir 1350 manns létu lífið af völdum skjálftans á Indlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert