Mannréttindafrömuðurinn Rosa Parks lést 92 ára að aldri

Rosa Parks.
Rosa Parks. Reuters

Mannréttindafrömuðurinn Rosa Parks lést 92 ára að aldri. Parks var einna þekktust fyrir það að neita að gefa eftir sæti sitt í strætisvagni fyrir hvítan mann í Alabama í Bandaríkjunum árið 1955. Í kjölfarið hættu blökkumenn í Bandaríkjunum að nota strætisvagna í mótmælaskyni. Rekja má atburðinn til upphafs þess að hreyfing um borgaraleg réttindi manna var sett á laggirnar.

Mótmælin sem fylgdu í kjölfar andstöðu Parks marka þáttaskil og upphaf afnáms kynþáttaaðskilnaðar í Bandaríkjunum sem náði hámarki árið 1964 þegar lög um borgaraleg réttindi manna voru sett að því er segir á fréttavef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert