Sextán féllu í sjálfsmorðstilræði í Kirkuk

Íraskur lögreglumaður í Kirkuk.
Íraskur lögreglumaður í Kirkuk. Reuters

Sextán manns, þar á meðal konur og börn, létu lífið í sjálfsvígstilræði í borginni Kirkuk í Norður-Írak í dag. Tilræðismaðurinn gerði lögreglu fyrirsát á fjölmennu markaðstorgi. Hann sprengdi þar litla sprengju og þegar lögreglumenn komu á vettvang til að rannsaka málið ók tilræðismaðurinn bíl sínum á lögreglubíl og sprengdi síðan sig og bíl sinn í loft upp.

Tuttugu og átta manns særðust. Sprengjan sprakk um sjöleytið í kvöld að staðartíma en þá er markaðurinn að jafnaði þéttskipaður fólki sem er í innkaupum áður en það heldur heim á leið, var haft eftir verslunarmanni á torginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert