Fjölgað í friðargæsluliði NATO í Afganistan

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ávarpaði fund NATO í Brussel. Þar …
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna ávarpaði fund NATO í Brussel. Þar er verið að ræða framtíð friðargæslunnar í Afganistan. Reuters

Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, samþykktu í dag áætlun til að útvíkka starfsemi friðargæslu sinnar í Afganistan. Senda á um 6 þúsund manna herlið til Afganistan í maí til viðbótar við þá 9.500 sem starfa við friðargæslu á vegum NATO í Afganistan í dag.

Ætlunin er að auka herafla friðargæslunnar í suðurhluta landsins. Stjórn friðargæslunnar í Afganistan mun vera í höndum Breta, Kanadamanna og jafnvel Hollendinga og mun hún starfa á þremur svæðum í landinu.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ávarpaði fundinn en bandarísk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að NATO auki starfsemi sína í Afganistan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert