ESB eykur framlög til jarðskjálftasvæðanna í Asíu

AP

Evrópusambandið hefur samþykkt að auka framlag sitt til jarðskjálftasvæðanna í Suðaustur Asíu um 25 milljónir evra, 1,9 milljarða íslenskra króna. Er framlag Evrópusambandsins til jarðskjálftasvæðanna því orðið 58,3 milljónir bandaríkjadala, 3.650 milljónir króna.

73 þúsund manns létust í Pakistan og 1.300 í Indlandi í jarðskjálfta sem reið yfir Suðausturhluta Asíu þann 8. október sl.

Pakistanar hafa fengið loforð um yfir sex milljarða dala neyðarhjálp. Þar af eru um tveir milljarðar dala í formi fjárstyrks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert