Norðmenn senda 4 F-16 orrustuþotur til Afganistan

Reuters

Norðmenn ætla að senda fjórar F-16 orrustuþotur til Afganistan á fyrsta fjórðungi ársins 2006. Verða vélarnar staðsettar í Kabúl og á vegum Alþjóðlega öryggisgæsluliðsins(ISAF). Þetta kemur fram á vefnum DefenseNews.com. Varnarmálaráðherra Noregs, Ann-Grete Strom-Erichsen, segir að þátttaka Noregs í hernaðaraðgerðum erlendis sé óaðskiljanlegur hluti af varnar- og öryggismálum landsins. Þátttaka sé nauðsynleg til þess að styrkja öryggi á alþjóðavettvangi og öryggi Noregs. Segir hún að Norðmenn hafi verið í viðræðum við Sameinuðu þjóðirnar um hvernig Noregur geti tekið meiri þátt í friðargæslu.

Í fréttinni á DefenseNews.com kemur fram að Norðmenn muni aðallega starfa í norðurhluta Afganistan. Vorið 2006 munu Þjóðverjar stýra aðgerðum í norðurhluta Afganistan og kemur fram á DefenseNews.com að herlið frá Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð og Hollandi muni einnig vera að störfum þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert