Þyrla á vegum Rauða krossins sem hefur unnið að hjálparstörfum á skjálftasvæðunum í Pakistan er horfin. Í þyrlunni voru sjö manns. Starfsmenn þyrlunnar eru frá Túrkmenistan og átti þyrlan að fljúga yfir Afganistan á leið sinni til Túrkmenistan.
Þyrlan og starfsfólk hennar lauk störfum í Pakistan á föstudag og flaug þann dag frá borginni Peshawar í Pakistan. Ekkert hefur spurst til þyrlunnar síðan hún yfirgaf pakistanska lofthelgi. Þyrlan hafði verið notuð við hjálparstarf í Pakistan síðan í október.