Sendiherra Danmerkur á leið til Jakarta á ný

Konur mótmæla birtingu skopteikninga á aðalgötu Jakarta í dag.
Konur mótmæla birtingu skopteikninga á aðalgötu Jakarta í dag. AP

Sendiherra Danmerkur í Indónesíu, sem er með aðsetur í höfuðborginni Jakarta, mun koma aftur til landsins í dag eftir að hafa yfirgefið landið þann 11. febrúar sl. af öryggisástæðum.

Sendiherrann yfirgaf Jakarta ásamt útlendu starfsfólki vegna morðhótanna í garð starfsfólks sendiráðsins vegna birtingu skopteikninga af Múhameð spámanni.

Ekki er vitað hvenær sendiráðið verður opnað að nýju, en hollenska sendiráðið hefur sinnt málefnum þess frá því að skrifstofunni var lokað þann 11. febrúar sl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert