Vökvi, sem hefur safnast fyrir í maga Ariel Sharons, forsætisráðherra Ísraels, var hreinsaður af læknum í dag að sögn talsmanns Hadassah sjúkrahússins í Jerúsalem.
Sharon, sem hefur verið í dái undanfarnar vikur, fór ekki í aðgerð og ástand hans hefur ekkert breyst að sögn talsmanns sjúkrahússins.
Hann segir að magi Sharons hafi verið speglaður og í ljós hafi komið að talsverður vökvi hafi safnast þar fyrir. Hann hafi verið hreinsaður í kjölfarið án þess að eiginleg aðgerð hafi verið framkvæmd.
11. febrúar sl. fór Sharon í neyðaraðgerð þar sem hluti af þörmum hans var fjarlægður.
Sharon hefur verið í dái frá því að hann fékk alvarlegt heilablóðfall 4. janúar sl.