Múslimar mótmæla við danska sendiráðið í Jakarta

Við sendiráð Danmerkur í Jakarta í morgun.
Við sendiráð Danmerkur í Jakarta í morgun. AP

Hundruð múslima mótmæltu fyrir utan sendiráð Danmerkur í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, tveimur dögum eftir að sendiherra Danmerkur kom aftur til landsins. Danskir ríkisborgarar voru hvattir til að yfirgefa Indónesíu, fjölmennasta múslimaríki heims, fyrr í mánuðinum vegna mótmælaöldu í kjölfar birtingar skopmynda af Múhameð spámanni.

Yfir fimm hundruð svartklæddir múslimar stóðu fyrir utan sendiráðið í morgun. Báru sumir mótmælaspjöld þar sem stóð „Danmörk er djöfullinn".

Segjast mótmælendur vera tilbúnir til að berjast við þá sem niðurlægja spámanninn og ekkert standi í veginum fyrir því að eyða óvinum islam.

Sendiherra Danmerkur, Niels Erik Andersen, sem yfirgaf Indónesíu þann 11. febrúar ásamt starfsfólki sendiráðsins vegna hótana sem þeim bárust, kom aftur til Jakarta fyrir tveimur dögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert