Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lýsti því yfir í Malasíu í morgun, að Íranar muni aldrei gefa eftir „óafsalanlegan" rétt sinn til að fylgja kjarnorkuáætlun sinni eftir. „Þjóð mín hefur valið séð braut. Að því sögðu vil ég taka það fram, að við viljum ekki stofna til deilna við nokkra þjóð. Við erum hins vegar mjög fær um að verja okkur og standa vörð um þjóðarhagsmuni okkar," sagði forsetinn sem er í þriggja daga heimsókn í Malasíu.
Ahmadinejad sagði samningaleiðina þó standa opna og að Íranar vilji leita sanngjarnrar lausnar á deilunni um kjarnorkuáætlun sína í yfirveguðum samningaviðræðum. „Við erum tilbúnir til að semja um ýmsa hluti, en eins og ég segi munum við ekki gefa eftir óafsalanlegan rétt okkar," sagði hann.