Rætt um reiði múslima á blaðamannafundi í Lundúnum í dag

Ekmeleddin Ihsanoglu
Ekmeleddin Ihsanoglu Reuters

Framkvæmdastjóri íslamskra ríkja, Ekmeleddin Ihsanoglu, ætlar að halda blaðamannafund í Lundúnum í dag. Talið er að hann muni ræða reiði múslima vegna birtingu skopmynda af Múhameð spámanni. Myndir sem voru fyrst birtar í Jótlandspóstinum í september á síðasta ári.

Ihsanoglu hefur hvatt ríki Evrópusambandsins til að banna allt sem tengist múslimahræðslu, „islamphobia" og að sett verði lög um hvað sé heimilt að birta í fjölmiðlum, svo sem ærumeiðandi ummæli o.fl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert