Von á verðhækkunum í H&M

Forsvarsmenn sænsku verslunarkeðjunnar H&M eru sagðir hafa ákveðið að hækka vöruverð í H&M verslununum á næstu þremur árum, en ákvörðunin markar grundvallarbreytingu í stefnu fyrirtækisins. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten

Ekki verður þó gefin út opinber yfirlýsing um málið fyrr en ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins hefur verið birt þann 29. mars.

Verðlag í verslunum H&M hefur farið lækkandi síðastliðin tólf ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert