Miklar skemmdir hafa orðið af völdum fellibylsins Larry, sem skall á norðausturströnd Ástralíu í kvöld. Að sögn lögreglu hafa hús eyðilagst og þök hafa fokið af fjölda bygginga í Innisfail. Lögreglan getur ekki sinnt hjálparbeiðnum vegna óveðursins.
Vindhraðinn er allt að 290 km á klukkustund, eða um 80 metrar á sekúndu. Er fellibylurinn skilgreindur fimmta stigs fellibylur.
Í dag var rýmt stórt svæði þar sem búist var við að Larry tæki land.