Breski hnefaleikarinn Naseem Hamed, fyrrum heimsmeistari í fjaðurvigt, var í dag dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Sheffield á Englandi fyrir að valda umferðarslysi með gáleysisakstri. Hamed var einnig sviptur ökuréttindum í fjögur ár.
Hamed, sem jafnan var nefndur Prinsinn, lenti í árekstri við tvo aðra bíla í maí á síðasta ári og slasaðist maður í öðrum hinna bílanna alvarlega.
Hamed, sem er 31 árs, varð heimsmeistari í fjaðurvigt árið 1995 og vakti heimsathygli fyrir sjálfstraust og hæfileika í hringnum en hann tapaði ekki bardaga fyrr en árið 2001 þegar hann tapaði heimsmeistaratitlinum til Mexíkóans Marco Antonio. Hamed fékk bresku MBE orðuna árið 1999.