Khamenei hafnar viðræðum við Bandaríkjamenn

Ajatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, átti fund með Abdoulaye …
Ajatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, átti fund með Abdoulaye Wade, forseta Senegal, í Teheran í morgun. AP

Ríkissjónvarpið í Íran greindi frá því fyrir stundu að Ajatollah Ali Khamenei, æðsti klerkur Írans, hefði alfarið hafnað því að viðræður fari fram á milli Írana og Bandaríkjamanna um kjarnorkuáætlun Írana, þar sem slíkar viðræður muni ekki þjóna hagsmunum Írana.

„Samningaviðræður við Bandaríkin myndu ekki verða okkur að neinu gagni og við þurfum ekki á þeim að halda,” sagði Khamenei eftir fund sinn með Abdoulaye Wade, forseta Senegal, í dag.

Bandaríkjastjórn hefur lýst því yfir að hún muni taka þátt í samningaviðræðum Evrópuþjóða við Írana gangi þeir að tilboði Evrópuríkja en það er talin mikil eftirgjöf af hálfu Bandaríkjamanna sem hafa ekki haft stjórnmálatengsl við Írana frá árinu 1979.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert