Solana og Larijani hittast ekki fyrir 29. júní

Kona hrópar slagorð gegn kjarnorkuáætlun Írana á mótmælafundi í Berlin …
Kona hrópar slagorð gegn kjarnorkuáætlun Írana á mótmælafundi í Berlin í Þýskalandi á laugardag. AP

Ólíklegt er að Ali Larijani, aðalsamningamaður Írana í kjarnorkudeilunni, hitti Javier Solana, sem fer með utanríkismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í þessari viku þrátt fyrir að hann hafi óformlega veitt Írönum frest til vikuloka til að svara tilboði Vesturveldanna um fjárstuðning og aðrar ívilnanir fallist þeir á að falla frá kjarnorkuáætlun sinni.

Stjórnarerindrekar segja engan slíkan fund áformaðan en að hann geti þó komið upp með skömmum fyrirvara. Þeir telji þó líklegra að slíkur fundur verði haldinn í næsti viku en í þessari. Hann verði a.m.k. ekki haldinn fyrr en eftir 29. júní en það er sú dagsetning sem upphaflega var nefnd sem síðustu forvöð Írana til að svara tilboðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert