Krefja Írana um svar ekki síðar en 5. júlí

Nokkrir æðstu embættismenn Írans.
Nokkrir æðstu embættismenn Írans. Reuters

Bandaríkin, Rússland og fleiri iðnveldi greindu frá því í dag að þau væntu svars frá Íran ekki síðar en 5. júlí um hvort Íranar ætli að taka tilboði iðnveldanna um tilslakanir gegn því að Íran hverfi frá umdeildri kjarnorkuáætlun. Það væru vonbrigði að svör hefðu ekki þegar borist frá Íran.

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá utanríkisráðherrum G-8 ríkjanna sem sitja nú á fundi í Moskvu. "Við væntum þess að fá afdráttarlaust svar frá Íran við tillögunum" á fundi sem halda á 5. júlí með utanríkisráðherrum Evrópusambandsins og aðalsamningamanns Írana í kjarnorkudeilunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert