Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkin vænta svars frá Írönum um það tilboð sem þeim var gert í kjarnorkumálinu í næstu viku en þá mun Javier Solana, sem fer með utanríkismál innan Evrópusambandsins, mun hitta Ali Larijani, aðalsamningamann Írana, í málinu í Brussel næstkomandi miðvikudag.
“Við gerum ráð fyrir því og vonum að Larijani muni gefa okkur svar við því tilboði sem við höfum gert,” sagði Burns í morgun. “Við gerum fyllilega ráð fyrir því að Larijani muni koma með svar. Við höfum séð margar yfirlýsingar frá mörgum áhrifamönnum. Við bíðum hins vegar eftir að fá svar eftir formlegum leiðum, sem eru í gegn um Larijani og Solana.”