Tólf látnir í átökum í Súdan

Reuters

Uppreisnarmenn úr hópi Jafnréttishreyfingarinnar (JEM) í Darfur-héraði í Súdan réðust inn í bæ í nágrannahéraðinu Kordofan og létust tólf manns í átökunum. Jafnréttishreyfingin hefur hafnað friðarsamkomulaginu í Darfur.

Náðu uppreisnarmenn bænum á sitt vald en súdanski herinn og lögregla réðust til atlögu við uppreisnarmennina og náðu bænum aftur á sitt vald seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá héraðsstjórninni í Kordofan létust átta lögreglumenn, tveir öryggissveitarmenn og tvær konur í bardögunum. Margar byggingar eyðilögðust í bænum.

Talið er að yfir 300 þúsund manns hafi látið lífið í átökum í Darfur-héraði á síðustu þremur árum. 2,4 milljónir manna eru landflótta vegna átakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert