Rússneskur leyniþjónustumaður fangelsaður fyrir njósnir

Rússneskur njósnari, sem er kominn á eftirlaun, hefur verið dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að hafa njósnað fyrir Breta. Herdómstóll í Moskvu dæmdi, Sergei Skripal, fyrir að hafa ljóstrað upp nöfn rússneskra njósnara sem störfuðu með leynd í Evrópu.

Saksóknarar segja að hann hafi starfað með bresku leyniþjónustunni (MI6) frá því á fyrri hluta 10. áratugar síðustu aldar.

Að sögn rússneskra embættismanna var Skripal greiddar rúmar sjö milljónir króna fyrir upplýsingarnar. Breskir embættismenn hafa ekki tjáð sig um málið enn sem komið er.

Dómstólinn komst að þeirri niðurstöðu að Skripal hafi framið stórkostleg föðurlandssvik með njósnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert