Ísrael ætlar að draga allt herlið sitt frá Líbanon fyrir 22. september, en þá hefst nýtt ár hjá gyðingum. Þetta er í samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna númer 1701. Ísraelska ríkissjónvarpið greindi frá þessu í dag.
Líbanskar öryggissveitir sögðu fyrr í dag að ísraelskir hermenn væru að hverfa frá þremur svæðum í Suður-Líbanon líkt og kveðið væri á um í vopnahléssamningi Ísraels og Hizbollah, þar sem SÞ miðlaði málum.
Ísraelsmenn eiga því aðeins eftir að draga herlið sitt frá þremur svæðum til viðbótar í Líbanon.