Spurningin um að hætta auðgun úrans tilheyrir fortíðinni

Ali Larijani og Javier Solana funda í Vín í Austurríki …
Ali Larijani og Javier Solana funda í Vín í Austurríki um málefni Írans Reuters

Íranar eru reiðubúnir til að hlýða á sjónarmið Evrópusambandsins varðandi kjarnorkuáætlun Írana en spurningin um að hætta auðgun úrans tilheyrir fortíðinni, segir talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, Hamid Reza Asefi. Segir hann að Íranar muni ekki hverfa aftur til fortíðar.

Asefi sagði á fundi með fréttamönnum í dag að ef Evrópusambandið hafi eitthvað til málanna að leggja þá séu Íranar reiðubúnir til að heyra þau sjónarmið.

Í gær og í dag eiga þeir Javier Solana, yfirmaður utanríkismála Evrópusambandsins og Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, fundi í Vín í Austurríki þar sem þeir ræða málefni Íran.

Asefi segir að fundur þeirra Solana og Larijani hafi verið góður í gær en Íranar hafni öllum samningaviðræðum með skilyrðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert