Ástralskur fallhlífarstökkvari hrapaði í dag til bana í Sumidero gljúfri í Mexíkó þegar fallhlíf hans opnaðist ekki. Stökkvarinn stundaði s.k. base-jump, sem felst í því að stökkva fram af háum stöðum, klettum eða byggingum.
Stökkið afdrifaríka náðist á myndband og sjást þar vinir stökkvarans og unnusta eftir að ljóst varð að hann hafði hrapað til bana. Nafn mannsins fylgir ekki fréttinni. Slík fallhlífarstökk eru afar hættuleg og oft stunduð án leyfis yfirvalda. Leyfi hafði þó fengist í þessu tilfelli.