Forsætisráðherra Palestínu fordæmir orð Benedikts XVI

Ummæli sem Benedikt páfi lét falla um Múhameð spámann í …
Ummæli sem Benedikt páfi lét falla um Múhameð spámann í ræðu í vikunni hafa vakið mikla reiði múslima AP

Ismail Haniya, fráfarandi forsætisráðherra Palestínu, fordæmdi í dag ummæli Benedikts XVI páfa um Múhameð spámann þar sem hann tengdi íslamstrú við ofbeldi. Sagði Haniya að páfi ætti að endurskoða ummæli sín og hætta árásum á íslamstrú, sem væru trúarbrögð hálfs annars milljarðs manna.

Ummæli Benedikts XVI hafa vakið mikla reiði meðal múslima og er óttast að mótmæli brjótist út í ætt við það þegar danska blaðið Jyllands-Posten birti skopmyndir af Múhameð spámanni.

Í ræðu sinni sem hann hélt í nýafstaðinni heimsókn sinni til Þýskalands vitnaði Benedikt páfi í orð kristins keisara frá 14. öld sem sagði Múhameð spámann fátt annað hafa fært veröldinni en ,,illsku og ómennsku”.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert