Yfirlýsing Benedikts XVI páfa hefur vakið mikla reiði múslima um allan heim, í ræðu sem hann flutti í nýafstaðinni heimsókn sinni til Þýskalands, vitnaði hann í kristinn keisara frá 14. öld sem sagði Múhameð spámann ekkert hafa fært veröldinni annað en ,,illa og ómennska hluti”. Talsmenn múslima hafa fordæmt orð páfa, en talsmenn páfagarðs segja ætlunina ekki hafa verið að móðga neinn.
Segir í yfirlýsingu frá páfagarði að stefna páfa sé að rækta virðingu og viðræður við aðra menningu og trú, og Íslam sé þar engin undantekning.
Páfi vitnaði í ræðu sinni í keisarann kristna Manual II, sem ríkti yfur býzanska keisaraveldinu á 14. öld. Voru orðin nokkurn vegin á þá leið að þær einu nýjungar sem Múhameð hefði fært heiminum hefði verið illska og ómennska á borð við boð hans um að útbreiða trú sína með sverðinu.
Ítrekaði Benedikt XVI í ræðu sinni að orðin væru ekki hans, en hátt settir múslimar í Tyrklandi kröfðust strax afsökunarbeiðni en páfinn í opinbera heimsókn þangað í nóvember.