Reiði múslima stigmagnast yfir ræðu Benedikt XVI páfa á fimmtudag þar sem hann tengdi saman íslamstrú og ofbeldi. Hafa ummæli páfa tengt saman ólíkar fylkingar meðal múslima sem allar gagnrýna orð páfa og telja þau móðgun og krefjast afsökunarbeiðni frá honum.
Óttast ýmsir að ofbeldisalda geti brotist út líkt og gerðist þegar birtar voru skopmyndir af Múhameð spámanni fyrir ári síðan.
Á Vesturbakkanum var bensínsprengjum varpað inn í tvær kirkjur í bænum Nablus í morgun. Engar skemmdir urðu á kirkjunum og enginn slasaðist.