Bensínsprengjum varpað á tvær kirkjur á Vesturbakkanum

Palestínsku Hamas-samtökin efndu til fjölmennra mótmæla gegn orðum páfa í …
Palestínsku Hamas-samtökin efndu til fjölmennra mótmæla gegn orðum páfa í Gasabog á föstudag. AP

Bensínsprengjum var varpað á tvær kaþólskar kirkjur í bæjunum Tulkarem og Tubas á norðanverðum Vesturbakkanum í morgun og er þetta því þriðji dagurinn í röð sem slíkar árásir eru gerðar á kirkjur á Vesturbakkanum. Enginn særðist í árásunum. Mikil reiði ríkir meðal Palestínumanna, líkt og annarra múslíma, vegna ummæla Benedikts páfa um spámanninn Múhameð.

Þá skutu Palestínumenn tveimur Qassam flugskeytum frá Gasasvæðinu yfir landamærin til Ísraels í morgun en þremur slíkum flugskeytum var skotið á Ísrael frá Gasasvæðinu á föstudag og þremur á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert