Utanríkisráðherra Tyrklands, Abdullah Gul, segir að engar breytingar verði gerðar á fyrirhugaðri heimsókn Benedikts XVI páfa til Tyrklands í nóvember en uppi hefur verið orðrómur um að Tyrkir myndu ekki vilja taka á móti páfanum eftir ummæli hans um tengsl ofbeldis og íslam.
Þetta kom fram í máli Gul í morgun er hann var á leiðinni til New York frá Ankara í Tyrklandi til þess að taka þátt í fundi Sameinuðu þjóðanna.
Ummæli páfa hafa vakið mikla reiði meðal múslima en hann baðst afsökunar á orðum sínum í gær.