Mikil þátttaka hefur verið í þingkosningunum í Svíþjóð í dag en síðustu skoðanakannanir benda til þess að kosningarnar muni binda enda á stjórnartíð Jafnaðarmanna sem Jafnaðarmenn hafa verið við völd í Svíþjóð í 89 ár að tíu árum undanskildum. Skoðanakannanir benda til þess að bandalag borgaraflokkanna hafi sjö prósenta forskot á stjórnarflokkana. Kjörstöðum í Svíþjóð lokaði klukkan sex að íslenskum tíma og er von á fyrstu útgönguspám innan tíðar.
Fredrik Reinfeldt, oddviti kosningabandalagsins, hvatti stuðningsmenn borgaraflokkanna þó til þess í dag að mæta á kjörstað. "Ekki trúa skoðanakönnunum. Sannfærið nágranna ykkar og vini um að fara á kjörstað," sagði hann.
Kosningarnar snúast m.a. um hugsanlegar breytingar á sænska velferðarkerfinu en lítill munur þykir vera á stefnuskrá flokkanna. Bandalag borgaraflokkanna hefur þó sakað stjórnarflokkana um að draga fæturna varðandi nauðsynlegan samdrátt í velferðarkerfinu.