Öldruð ítölsk nunna var skotin til bana á sjúkrahúsi í Mogadishu höfuðborg Sómalíu í dag. Er morðið talið tengjast ummælum Benedikts páfa um íslam og Múhameð spámann en áhrifamikill sómalskur klerkur hvatti múslíma til þess á föstudag að elta páfa uppi og drepa hann vegna ummælanna.