Persson hættir sem flokksleiðtogi í mars

Göran Persson.
Göran Persson. AP

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lýsti því yfir í kvöld, að hann ætlaði að láta kalla saman aukaþing Jafnaðarmannaflokksins í mars á næsta ári til að velja nýjan leiðtoga flokksins. Persson viðurkenndi að jafnaðarmenn hefðu tapað þingkosningunum í dag en sagði að flokkurinn væri ekki sigraður og myndi snúa til baka, sterkari en áður.

Persson ávarpaði kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins í kvöld þegar ljóst var orðið, að ríkisstjórnarflokkarnir þrír hefðu orðið undir í þingkosningunum. Sagði hann m.a. að jafnaðarmenn myndu aldrei þola kerfisbreytingar hægriflokkanna.

Persson hefur verið leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð og forsætisráðherra frá árinu 1996 en hann tók þá við af Ingvar Carlsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert