Forskot stjórnarandstöðunnar í Svíþjóð hefur aukist nokkuð eftir því sem liðið hefur á talningu atkvæða í þingkosningunum þar í landi í dag. Fyrstu tölur bentu til þess að afar mjótt yrði á mununum en þegar búið var að telja atkvæði úr 5541 kjördeildum af 5783 hafði bandalag mið- og hægriflokkanna fengið 47,8% atkvæða en stjórnarflokkarnir þrír 46,5%.