Forseti Palestínu manna, Mahmud Abbas, hefur stöðvað viðræður um myndun þjóðstjórnar með Hamas-hreyfingunni vegna ósamkomulags sem hefur komið upp vegna samninga við Ísraela, að sögn talsmanns Abbas, Nabil Amr. Segir hann í yfirlýsingu frá Amr kemur fram að Hamas hafi ítrekað komið í veg fyrir að árangur náist í viðræðunum með yfirlýsingum sínum.
Yfirvöld á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum lýstu því yfir í síðustu viku að grundvallarsamkomulag hafi náðst um myndun þjóðstjórnar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar og í kjölfar þess lýsti Mahmoud Abbas því yfir að opinberum starfsmönnum á svæðunum yrðu greidd laun fyrir lok þessa mánaðar. Starfsmennirnir hafa ekki fengið greiddan nema lítinn hluta launa sinna frá því heimastjórn Hamas tók við í mars en í kjölfar þess hætti meðal annars Evrópusambandið fjárstuðningi við yfirvöld á svæðunum.
Talið er að myndun þjóðstjórnar Palestínumanna muni taka nokkrar vikur og segir Abbas að eitt af því sem leysa þurfi áður en hún tekur við völdum sé mál ísraelsks hermanns, sem er í haldi herskárra Palestínumanna.