Formenn sænskra stjórnmálaflokka ræða um stjórnarmyndun

Fredrik Reinfeldt á fundi með Björn Von Sydow í morgun.
Fredrik Reinfeldt á fundi með Björn Von Sydow í morgun. AP

Leiðtogar sænsku stjórnmálaflokkanna hafa í morgun átt fundi með Björn von Sydow, forseta sænska þingsins þar sem rætt er um hver eigi að fá umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Ljóst er að Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins, fær stjórnarmyndunarumboð og verður það væntanlega tilkynnt formlega síðar í dag.

Reinfeldt sagði eftir fund með von Sydow, að hann teldi góða möguleika á að sér takist að mynda meirihlutastjórn með Miðflokknum, Þjóðarflokknum og Kristilega demókrataflokknum.

Maud Olofsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa sagt von Sydow, að Reinfeldt væri vel til þess fallinn, að verða forsætisráðherra.

Búist er við að Reinfeldt fái formlegt stjórnarmyndunarumboð síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert