Mótmæla orðum páfa

AP

Nokkur hundruð komu saman í höfuðborg Íran, Teheran, í dag til þess að mótmæla orðum páfa í ræðu sem hann flutti í liðinni viku. Telja margir múslimar að páfi hafi vegið að múslimum í ræðunni. Mótmælendurnir brenndu fána Bandaríkjanna, Bretlands og Ísrael og báru mótmælendaspjöld með bölbænum yfir ríkjunum.

Einn leiðtoga mótmælendanna krafðist þess að páfinn bæði enn einu sinni afsökunar á ummælum sínum opinberlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert