Benedict XVI, páfi, ætlar að hitta sendiherra múslímskra ríkja á Ítalíu á mánudag. Páfi hefur einnig boðað fulltrúa múslímskra hópa á Ítalíu á fundinn, sem haldinn verður í Vatíkaninu á mánudag.
Tilefni fundarins eru ummæli páfa sem hafa vakið reiði meðal múslima víða um veröld.
Í ræðu sem páfi flutti í síðustu viku við háskólann í Regensburg í Þýskalandi minnti páfi áheyrendur sína á, að rök hefðu verið færð fyrir því að muninn á afstöðu múslíma og kristinna manna til ofbeldis í nafni trúboðs mætti öðrum þræði rekja til ólíkrar stöðu guðs í trúarbrögðunum. Páfi hefur hins vegar bent á, að ræðan í Þýskalandi hafi verið mistúlkuð.