Abbas: „Ný ríkisstjórn Palestínu verður að virða fyrri samninga"

Abbas og Rice á blaðamannafundi í Ramallah í dag
Abbas og Rice á blaðamannafundi í Ramallah í dag AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag að ný ríkisstjórn Palestínu, verði að virða áður gerð friðarsamkomulög og standa við þau. Rice er nú í heimsókn til Palestínu þar sem hún reynir að stilla til friðar milli Fatah og Hamas, en samkomulag um samsteypustjórn hefur ekki náðst milli fylkinganna og er óttast að borgarastríð geti brotist út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert